Íslenska drengjalandsliðið í átta liða úrslit

U18 ára landsliðið eftir sigurinn.
U18 ára landsliðið eftir sigurinn. Ljósmynd/HSÍ

Undir 18 ára drengjalandslið Íslands hafði betur gegn Svartfjallalandi, 25:22, á Evrópumótinu í handbolta í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.

Ísland vann riðilinn en liðið sigraði alla þrjá leiki sína í F-riðlinum og er komið áfram á átta liða úrslit.

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi en eftir um stundarfjórðung var Ísland undir, 4:6 en komst yfir stuttu síðar og var yfir í hálfleik, 13:11.

Íslenska liðið var í forystu allan seinni hálfleikinn og sigraði með þriggja marka mun 25:22.

Ágúst Guðmundsson var markahæstur fyrir Ísland með sjö mörk, þar á eftir voru Magnús Dagur Jónatansson og Jens Bragi Bergþórsson með fjögur, Daníel Montoro með þrjú mörk og aðrir minna.  Jens Sigurðarson var frábær í markinu með 43% vörsslu en hann varði 15 skot og þar af tvö vítaköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert