Stórt tap í fyrsta leik á HM

Dagmar Guðrún Pálsdóttir í leik með Fram.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir í leik með Fram. mbl.is/Hákon Pálsson

Stúlknalandslið Íslands í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri mátti sætta sig við stórt tap, 28:17, fyrir Tékklandi í fyrsta leik liðanna í H-riðli á HM 2024 í Chuzhou í Kína í morgun.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar og skoraði til að mynda einungis fjögur mörk í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 16:4.

Frammistaðan í síðari hálfleik var töluvert betri en niðurstaðan að lokum 11 marka tap.

Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir voru markahæstar í liði Íslands með þrjú mörk hvor.

Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á föstudagsmorgun en Gínea er einnig í H-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert