Íslenska liðið leikur um þriðja sætið

Ísland mátti þola tap fyrir Danmörku.
Ísland mátti þola tap fyrir Danmörku. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri leikur um þriðja sætið á EM í Podgorica í Svartfjallalandi eftir tap gegn Danmörku, 34:26, í undanúrslitum í dag.

Staðan í hálfleik var 18:9, Dönum í vil, og var íslenska liðið ekki líklegt til að jafna þrátt fyrir betri seinni hálfleik.

Ísland leikur annað hvort við Svíþjóð eða Ungverjaland um bronsverðlaun á sunnudag.

KA-maðurinn Dagur Árni Heimisson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk og Ágúst Guðmundsson úr HK gerði fimm.

Stefán Magni Hjartarson hjá Aftureldingu og Jens Bragi Bergþórsson leikmaður KA komu næstir með fjögur hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert