Sigur í síðasta leik Íslands í riðlinum

Íslensku U18 landsliðsstelpurnar.
Íslensku U18 landsliðsstelpurnar. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U18 ára kvennalandsliðið hafði betur gegn jafnöldrum sínum frá Gíneu, 25:20, á heimsmeistaramótinu í handbolta í Chuzhou í Kína í morgun. 

Ísland endar því í þriðja sæti riðilsins, á eftir Tékklandi og Þýskalandi, og mun því keppa um forsetabikarinn. 

Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11, og jók forskotið í seinni hálfleiknum. 

Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoraði sex mörk fyrir Ísland en Þóra Hrafnkelsdóttir skoraði fjögur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert