Ekki með Gróttu og fer á sjóinn

Ágúst Emil Grétarsson í leik með Gróttu.
Ágúst Emil Grétarsson í leik með Gróttu. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Ágúst Emil Grétarsson mun ekki leika með Gróttu á komandi tímabili þar sem hann er fluttur heim til Vestmannaeyja. Þar hefur hann fengið vinnu sem vélstjóri á skipi.

Handbolti.is greinir frá, þar sem kemur fram að Ágúst Emil viti ekki hvort hann spili eitthvað á næsta tímabili.

Það sé mögulegt en að ólíklegt sé að það yrði með Gróttu.

Ágúst Emil, sem er 26 ára hægri hornamaður, hafði leikið með Gróttu frá árinu 2018 eftir að hafa unnið þrefalt með uppeldisfélagi sínu ÍBV sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert