Stórt tap fyrir Rúmeníu

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Ísland í morgun.
Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Ísland í morgun. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Íslenska stúlknalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri mátti sætta sig við stórt tap, 27:14, gegn Rúmeníu í milliriðli 4 um sæti 17. til 32. á HM 2024 í Kína í morgun.

Ísland hafnaði í þriðja sæti riðilsins og mun því mæta Indlandi í krossspili um 25. til 28. sæti á fimmtudagsmorgun.

Staðan var 13:9 í hálfleik en í síðari hálfleik gengu Rúmenar á lagið og skoruðu 14 mörk gegn aðeins fimm mörkum íslenska liðsins.

Lydía Gunnþórsdóttir var markahæst í liði Íslands með fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert