Nýtt lið stofnað í Vestmannaeyjum

Kári Kristján Kristjánsson fagnar með stuðningsmönnum ÍBV í leik.
Kári Kristján Kristjánsson fagnar með stuðningsmönnum ÍBV í leik. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksbandalag Heimaeyjar er nýtt handknattleiksfélag í Vestmannaeyjum og mun leika í 1. deildinni á komandi leiktíð. 

Handknattleiksbandlag Heimaeyjar, eða HBH, er nýtt venslagfélag ÍBV. 

Í tilkynningu frá ÍBV segir að HBH sé gert til að halda betur utan um unglingaflokki ÍBV. Þá mun liðið vera í næstefstu deild Íslandsmótsins á næstu leiktíð til að betur undirbúa framtíðarleikmenn ÍBV. 

Áður fyrr lék ÍBV U í 2. deildinni og hafnaði í þriðja sæti á eftir ungmennaliðum Selfoss og Gróttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert