Magdeburg kaupir markakónginn

Manuel Zehnder
Manuel Zehnder AFP/Odd Andersen

Þýska handknattleiksliðið Magdeburg hefur keypt Svisslendinginn Manuel Zehnder frá Eisenach. Zehnder var markakóngur þýsku deildarinnar á síðasta keppnistímabili.

Zehnder er ætlað að leysa skyttuna Felix Claar af hólmi en Þjóðverjinn meiddist illa á Ólympíuleikunum og verður ekki með Magdeburg stærstan hluta komandi tímabils.

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika fyrir Magdeburg en Ómar varð þriðji marhakæsti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert