Tekur við japanska landsliðinu

Toni Gerona.
Toni Gerona. AFP

Spánverjinn Toni Gerona er nýr þjálfari karlalandsliðs Japan í handknattleik. 

Gerona stýrði síðast serbneska landsliðinu en hann mætti Íslandi á EM í Þýskalandi í janúar. Þeim leik lauk með ótrúlegu jafntefli. 

Serbía datt síðan út úr riðlinum og var hann leystur frá störfum að mótinu loknu. 

Dagur Sigurðsson hætti sem landsliðsþjálfari Japan í mars á þessu ári. Carlos Ortega stýrði japanska liðinu á Ólympíuleikunum í París en var aðeins ráðinn tímabundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert