Grótta sigraði ÍBV í úrslitaleiknum

Grótta vann Ragnarsmótið í ár.
Grótta vann Ragnarsmótið í ár. Ljósmynd/Selfoss

Grótta sigraði ÍBV, 41:33, í úrslitaleiknum í gær á Ragnarsmóti karla í handbolta. Úrvalsdeild karla hefst svo 5. september.

ÍBV tefldi fram ungu liði á mótinu í ár og fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum var jafn og spennandi en Grótta var einu marki yfir í hálfleik, 19:18, en Grótta var kraftmeiri í seinni og hafði betur að lokum.

Selfoss og Víkingur mættust í bronsleiknum og Selfoss sigraði leikinn með yfirburðum, 35:20. Að lokum sigraði Þór Hauka, 38:21, í síðasta leik liðanna á mótinu.

 Elís Þór Aðalsteinsson í ÍBV og Sölvi Svavarsson leikmaður Selfoss voru markahæstir á mótinu með 26 mörk. Andri Erlingsson leikmaður ÍBV var rétt á eftir með 25 mörk. 

Alexander Hrafnkelsson í Selfoss var valinn besti markmaðurinn.

Alexander Hrafnkelsson.
Alexander Hrafnkelsson. Ljósmynd/Selfoss

Hannes Grimm, leikmaður Gróttu, var valinn besti varnarmaðurinn.

Hannes Grimm.
Hannes Grimm. Ljósmynd/Selfoss

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, var valinn besti sóknarmaður mótsins og Ágúst Ingi Óskarsson var valinn besti leikmaður mótsins.

Ágúst Ingi Óskarsson og Andri Erlingsson.
Ágúst Ingi Óskarsson og Andri Erlingsson. Ljósmynd/Selfoss

Á þriðjudaginn hefja konurnar leik á Ragnarsmóti kvenna en þar keppir Selfoss, FH, ÍBV og Víkingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert