Snýr aftur á nesið

Kristbjörg Heiða Olsen úr stjórn Gróttu með Tinnu Valgerði.
Kristbjörg Heiða Olsen úr stjórn Gróttu með Tinnu Valgerði. Ljósmynd/Gróttta

Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Fram í úrvalsdeild kvenna.

Tinna er uppalin í Gróttu en gekk til liðs við Fram árið 2021 og spilaði þar til 2023 áður en hún flutti til Þýskalands. Hún gerir tveggja ára samning við nýliðana.

Grótta komst upp í úrvalsdeild á síðasta tímabili eftir 3:2-sigur í einvíginu gegn Aftureldingu sem féll.

„Ég er í skýjunum með að Tinna sé mætt aftur til okkar. Hún er mikill karakter og hjálpar okkur mikið næstu árin. Það verður gaman að vinna með henni og fylgjast með þegar deildin fer af stað,“ sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttu í tilkynningu liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert