Sigurgeir í þjálfarateymi Íslandsmeistaranna

Sigurgeir Jónsson þjálfaði kvennalið Stjörnunnar á síðasta tímabili.
Sigurgeir Jónsson þjálfaði kvennalið Stjörnunnar á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurgeir Jónsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, sem vann þrefalt á síðasta tímabili.

Sigurgeir var síðast þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, sem tapaði í bikarúrslitaleik fyrir Val á síðasta tímabili.

Auk þess að koma inn í þjálfarateymi Íslands-, bikar og deildarmeistara Vals, þar sem hann verður aðalþjálfaranum Ágústi Þór Jóhannssyni innan handar, mun Sigurgeir þjálfa 3. flokk kvenna ásamt Degi Snæ Steingrímssyni, sem einnig er í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.

Sigurgeir er reyndur þjálfari sem var lengi aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Fram og Stjörnunni. Þá hefur hann þjálfað yngri landslið kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert