FH er meistari meistaranna

FH-ingar unnu Meistarakeppnina.
FH-ingar unnu Meistarakeppnina. mbl.is/Eyþór

Íslandsmeistarar FH höfðu betur gegn bikarmeisturum Vals, 30:28, í Meistarakeppni karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. 

FH er með sigrinum meistari meistaranna. 

Mikið jafnræði var á milli liðanna en í hálfleik var staðan 15:15. 

Íslandsmeistararnir voru þó örlítið sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum tveggja marka sigur. 

Jón Bjarni Ólafsson skoraði níu mörk fyrir FH en Aron Pálmarsson, Jóhannes Berg Andrason og Símon Michael Guðjónsson skoruðu sex mörk hver fyrir Hafnarfjarðarliðið. 

Færeyingurinn Bjarni Selvindi skoraði sjö mörk fyrir Val en Ísak Gústafsson skoraði fimm. 

FH fær Fram í heimsókn í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni næsta föstudagskvöld en Valur heimsækir ÍBV í fyrsta leik Íslandsmótsins næsta fimmtudagskvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert