Harpa til Danmerkur

Harpa María Friðgeirsdóttir.
Harpa María Friðgeirsdóttir. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Harpa María Friðgeirsdóttir hefur yfirgefið kvennalið Fram í handbolta en hún heldur til náms í Danmörku. Harpa mun leika fyrir Ringsted í dönsku 1. deildinni.

Handbolti.is greinir frá því að Harpa María muni stunda nám í iðnaðarverkfræði við DTU-háskólann en hún gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Ringsted á sunnudaginn þegar liðið mætir Sønderjyske í bikarkeppninni.

Harpa María er rétthentur hornamaður og skoraði 77 mörk fyrir Fram á síðasta tímabili. Fram féll út í undanúrslitum gegn Haukum í úrslitakeppninni í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert