Viktor Gísli ofarlega á lista

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Ljósmynd/Kristján Orri

Vefsíðan Handball Planet birti í dag lista yfir 100 mest spennandi félagaskiptin í handboltanum fyrir komandi tímabil.

Þýski markvörðurinn Andreas Wolff er efstur á lista en hann leikur með Kiel á ný á komandi leiktíð eftir fimm ár hjá Kielce í Póllandi.

Egyptinn Yahia Omar er í öðru sæti en hann er kominn til PSG frá Veszprém og Daninn Niclas Kirkeløkke er í þriðja sæti. Er sá danski kominn til Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen.

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjötta sæti listans. Viktor er kominn til Wisla Plock í Póllandi eftir flotta spilamennsku með Nantes í Frakklandi.

Selfyssingurinn Janus Daði Smárason er í níunda sæti listans. Janus er kominn til Pick Szeged í Ungverjalandi frá Magdeburg í Þýskalandi.

Teitur Örn Einarsson, sveitungi Janusar, er í 26. sæti listans. Hann leikur með Íslendingaliðinu Gummersbach á komandi leiktíð eftir félagaskipti frá Flensburg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert