Guðjón Valur nálægt miklu afreki

Guðjón Valur Sigurðsson er að gera glæsilega hluti með Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson er að gera glæsilega hluti með Gummersbach. Ljósmynd/Gummersbach

Þýska Íslendingaliðið Gummersbach er í afar góðum málum í einvígi sínu gegn danska liðinu Mors-Thy í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Gummersbach hafði betur á útivelli í fyrri leiknum í dag, 35:22. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og Teitur Örn Einarsson tvö. Teitur kom til félagsins frá Flensburg fyrir tímabilið.

Guðjón Valur tók við Gummersbach fyrir fjórum árum þegar liðið var í B-deildinni en er nú svo gott sem búinn að stýra því inn í riðlakeppni í næststerkustu Evrópukeppninni.  

Seinni leikurinn fer fram í Gummersbach á sunnudag eftir rúma viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka