Ótrúlegar tölur og Valur meistari meistaranna

Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals lyftir bikarnum í leikslok.
Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals lyftir bikarnum í leikslok. mbl.is/Ólafur Árdal

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu einstaklega öruggan sigur á Stjörnunni er liðin mættust í meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í dag. Urðu lokatölur 29:10.

Valskonur voru mikið sterkari aðilinn frá upphafsflautinu og var staðan 5:0 eftir tæplega tíu mínútna leik. Munaði tíu mörkum í hálfleik, 17:7.

Valur hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik, enda skoraði Stjarnan aðeins þrjú mörk eftir hlé, og var vægast sagt sannfærandi Valssigur raunin.

Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki Stjörnunnar í dag. Brynja …
Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki Stjörnunnar í dag. Brynja Katrín Benediktsdóttir er til varnar. mbl.is/Ólafur Árdal

Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Lovísa Thompson 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Anna Karitas Eiríksdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 4, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Anna Lára Davíðsdóttir 2, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1.

Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka