Valsmenn fara með góða stöðu til Króatíu

Úlfar Páll Monsi Þórðarson í færi í dag.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson í færi í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Valur og Spacva Vinkoci frá Króatíu áttust við í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag og lauk leiknum með sigri Vals, 34:25. Leikið var á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda. Samanlögð úrslit úr tveimur leikjum sker úr um hvort liðið kemst í Evrópudeildina sjálfa.

Valsmenn byrjuðu leikinn í dag afar illa og komust gestirnir frá Króatíu yfir 6:0 eftir tæpar 9 mínútur. Valsmenn mistókst að skora úr tveimur vítaskotum í upphafi leiks og má segja að ekkert hafi gengið hjá þeim fyrstu 9 mínútur leiksins. Þá tók Óskar Bjarni Óskarsson leikhlé og hefur eflaust sagt eitt og annað við leikmenn liðsins því eftir leikhlé breyttist leikur liðsins.

Valsmenn hófu að minnka muninn eftir að hafa skorað fyrsta markið í stöðunni 6:1 fyrir Spacva Vinkoci. Valsmenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk í stöðunum 12:10 og 13:11 fyrir gestina. Staðan í leikhlé var 16:13 fyrir króatíska liðinu.

Markahæstur í liði Vals í fyrri hálfleik var Úlfar Páll Monsi Þórðarson með 4 mörk en í liði Spacva Vinkoci var Patrik Maros með 5 mörk. Lítil markvarsla var í fyrri hálfleik og varði Björgvin Páll Gústavsson 2 skot en Sandro Kolar varði 4 skot fyrir gestina, þar af eitt vítaskot.

Staðan í hálfleik 16:13 fyrir Spacva Vinkoci.

Það urðu heldur betur kaflaskipti í síðri hálfleik. Valsmenn mættu dýrvitlausir inn í seinni hálfleikinn og spiluðu á als oddi, bæði í vörn og sókn. Valsmenn skoruðu 5 mörk gegn aðeins 2 frá gestunum og jöfnuðu í stöðunni 18:18. Eftir það keyrðu Valsmenn framúr Spacva Vinkoci og komust fjórum mörkum yfir í stöðunni 22:18.

Valsmenn héldu áfram að sýna listir sínar og juku muninn hægt og þétt. Þegar 52 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 31:21 fyrir Valsmenn. Munurinn 9 mörk eftir að hafa lent 6 mörkum undir í byrjun leiks.

Valsmenn fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi og fara með gott forskot í seinni leikinn sem fer fram í Króatíu.

Markahæstir í liði Vals voru þeir Bjarni í Selvindi með 7 mörk, Ísak Gústafsson með 6 mörk, þar af 3 úr vítaskotum og Úlfar Páll Monsi Þórðarson með 6 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot og þar af eitt vítaskot.

Í liði Spacva Vinkoci var Patrik Maros með 7 mörk, Ivan Lasic með 5 mörk, Marin Greganic með 5 mörk, öll úr vítum og Filip Mazaruna með 3 mörk. Sandro Kolar varði 8 skot, þar af eitt vítaskot.

Liðin leika síðari leikinn í Króatíu næsta laugardag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þór/KA 1:0 FH opna
90. mín. Leik lokið Þór/KA vinnur þennan jafna leki og er nú með fjögurra stiga forskot á Víking.

Leiklýsing

Valur 34:25 Spacva Vinkovci opna loka
60. mín. Ivan Lukac (Spacva Vinkovci) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka