Selfoss vann allar viðureignir sínar

Selfoss vann Ragnarsmótið.
Selfoss vann Ragnarsmótið. Ljósmynd/Selfoss

Selfoss vann alla leiki sína á Ragn­ars­móti kvenna í hand­bolta og stóð uppi sem sigurvegari mótsins í gær.

Selfoss mætti ÍBV í lokaleiknum sem Selfoss sigraði 27:24 eftir hörkuleik. ÍBV var yfir í hálfleik, 13:11, en Selfoss tók yfir um miðjan seinni hálfleik og sigraði að lokum. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst með 10 mörk fyrir Selfoss og þar á eftir var Katla María Magnúsdóttir með sjö.

Birna María Unnarsdóttir var markahæst hjá ÍBV með fimm mörk og Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu fjögur.

  FH lenti í þriðja sæti og Víkingur í fjórða.

Marta Wawrzynkowska í ÍBV var valin besti markmaðurinn. Perla Ruth Albertsdóttir frá Selfossi var markahæst með 28 mörk á mótinu og var valin besti leikmaður mótsins. Sunna Jónsdóttir í ÍBV var valin besti varnarmaðurinn og Harpa Valey Gylfadóttir í Selfossi besti sóknarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert