Svíar vildu Íslendinga

Íslenska landsliðið mun spila í Kristianstad.
Íslenska landsliðið mun spila í Kristianstad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika í riðlakeppni í Kristianstad í Svíþjóð, takist liðinu að tryggja sig inn á Evrópumótið árið 2026. 

Evrópumótið verður haldið í Svíþjóð, Danmörku og Noregi í janúar 2026 en hver mótshaldari fékk að velja eitt landslið í riðil í sínu landi. 

Svíþjóð valdi Ísland en frábær stemning myndaðist meðal stuðningsmanna Íslands á HM í Svíþjóð í fyrra, þegar Ísland lék einmitt í Kristianstad. 

Sænska landsliðið yrði þá ekki í sama riðli og það íslenska en Danir völdu Þjóðverja og Noregur valdi Færeyjar. 

Undankeppni Evrópumótsins hefst í nóvember á þessu ári. Ísland er með Bosníu, Georgíu og Grikklandi í tiltölulega auðveldum riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert