FH-ingum spáð sigri í vetur

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í vor og eru taldir líklegir til …
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í vor og eru taldir líklegir til afreka í vetur. mbl.is/Arnþór Birkisson

FH vinnur úrvalsdeild karla á komandi keppnistímabili, ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni sem birt var á kynningarfundi Íslandsmótsins núna í hádeginu.

FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í vor og samkvæmt spánni verða það grannar þeirra í Haukum og Valsmenn sem veita þeim hörðustu keppnina.

Nýliðunum tveimur, ÍR og Fjölni, er spáð falli úr deildinni en röð liðanna og stigin í spánni eru sem hér segir:

1. FH - 348
2. Haukar - 310
3. Valur - 307
4. ÍBV - 272
5. Afturelding - 247
6. Fram - 215
7. Stjarnan - 202
8. KA - 157
9. Grótta - 117
10. HK - 93
11. ÍR - 68
12. Fjölnir - 42

Valur og ÍBV mætast í fyrsta leik úrvalsdeildar karla annað kvöld en aðrir leikir í fyrstu umferð eru leiknir á fimmtudag, föstudag og laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert