Þórsarar taldir sigurstranglegir

Þórsarar biðu naumlega lægri hlut gegn Fjölni í einvígi um …
Þórsarar biðu naumlega lægri hlut gegn Fjölni í einvígi um sæti í úrvalsdeildinni í vor. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þórsarar á Akureyri þykja líklegir til að vinna 1. deild karla í handknattleik á komandi vetri og vinna sér sæti í úrvalsdeildinni eftir langa fjarveru.

Þetta er niðurstaðan í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í 1. deildinni sem birt  var á kynningarfundi Íslandsmótsins í dag.

Fimm félög leika í 1. deildinni í vetur og auk þess fjögur varalið félaga úr úrvalsdeildinni. Eitt nýtt lið er í deildinni, HBH frá Vestmannaeyjum.

Spáin fyrir 1. deildina og stigin í henni eru þannig:

1. Þór - 185
2. Hörður - 154
3. Selfoss - 148
4. Víkingur - 142
5. Fram 2 - 102
6. Valur 2 - 84
7. HBH - 72
8. Haukar 2 - 55
9. HK 2 - 30

Keppni í 1. deild karla hefst laugardaginn 21. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert