Úr Hafnarfirði á Nesið

Magnús Gunnar Karlsson er kominn til Gróttu.
Magnús Gunnar Karlsson er kominn til Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert eins árs lánssamning við markvörðinn Magnús Gunnar Karlsson. Magnús kemur úr herbúðum Hauka þar sem hann er uppalinn.

Hann er fæddur árið 2002 og lék á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands. Magnús lék 24 leiki fyrir Hauka á síðustu leiktíð og var með 30% markvörslu.

 „Það eru frábær tíðindi að Magnús sé kominn í Gróttu enda frábær markmaður. Hann er góður í hóp, mjög metnaðarfullur og smellpassar því í Gróttu.

Það verður gaman að vinna með honum í vetur,“ er haft eftir Róberti Gunnarssyni þjálfara Gróttu í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert