Valskonur þykja áfram líklegastar

Valskonur lögðu Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Valskonur lögðu Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonum er spáð áframhaldandi sigurgöngu í handboltanum í vetur en þær urðu í fyrsta sæti í hinni árlegu spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í úrvalsdeildinni sem birt var á kynningarfundi Íslandsmótsins núna í hádeginu.

Valskonur vinna deildina, með Hauka og Fram í næstu sætum, en Gróttu er spáð botnsætinu og ÍR umspilssætinu.

Röð liðanna og  stigin í spánni eru sem hér segir:

1. Valur - 143
2. Haukar - 126
3. Fram - 116
4. ÍBV - 87
5. Selfoss - 67
6. Stjarnan - 56
7. ÍR - 55
8. Grótta - 23

Haukar og Selfoss mætast í fyrsta leik deildarinnar á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið en hinir leikir fyrstu umferðarinnar eru leiknir á föstudag og laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert