Silfurliðið of gott fyrir nýliðana

Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir í baráttunni í kvöld.
Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir í baráttunni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar, silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, fóru illa með nýliða Selfoss, 32:20, í 1. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Haukar byrjuðu með miklum látum og með sjóðheita Söru Sif Helgadóttur í markinu komust heimakonur í 10:1.

Margir í liði Hauka voru að spila vel og réðu nýliðarnir lítið við sterkar heimakonur. Selfyssingar urðu þó sterkari eftir því sem leið á hálfleikinn og munaði tíu mörkum í hálfleik, 17:7.

Rakel Oddný Guðmundsdóttir var markahæst hjá Haukum í fyrri hálfleik með fimm mörk og Sara Sif var með 13 skot varin. Komu um tíu þeirra þegar Haukaliðið komst í 10:1.

Katla María Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Selfoss í hálfleiknum. Allir hinir leikmenn Selfoss voru með samanlagt eitt mark.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur og skoruðu sex fyrstu mörk hans. Var staðan því 23:7 þegar 20 mínútur voru eftir.

Selfoss vaknaði til lífsins næstu mínútur og munaði 13 mörkum þegar fimm mínútur voru eftir, 29:16. Skiptust liðin á að skora eftir það og afar sannfærandi Haukasigur varð raunin. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 14:10 Fram opna
30. mín. Ívar Logi Styrmisson (Fram) skoraði mark
Haukar 0:0 Afturelding opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Haukar 32:20 Selfoss opna loka
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) skoraði mark Hraðaupphlaup.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert