Viktor Gísli fór á kostum

Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í gær.
Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í gær. Ljósmynd/@SPRWisla

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik, fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir pólsku meistarana Wisla Plock þegar liðið tók á móti Chrobry Glogów í efstu deild Póllands í gær.

Leiknum lauk með stórsigri Wisla Plock, 35:14, en Viktor Gísli bókstaflega lokaði markinu og var með 53% markvörslu.

Þá var landsliðsmarkvörðurinn valinn maður leiksins en liðið er með 6 stig eða fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert