Ekki með FH næstu vikurnar

Aron Pálmarsson og Ólafur Gústafsson í leik FH og KA …
Aron Pálmarsson og Ólafur Gústafsson í leik FH og KA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Gústafsson, sem gekk til liðs við Íslandsmeistara FH í sumar, getur ekki leikið með liðinu næstu vikurnar vegna meiðsla.

Handbolti.is greinir frá því að Ólafur sé að glíma við hnémeiðsli sem munu halda honum frá keppni næstu fjórar til sex vikur.

FH byrjaði titilvörn sína með sigri á Fram í úrvalsdeildinni í gær þar sem Ólafur var fjarri góðu gamni.

Hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH í maí síðastliðnum eftir fjögurra ára dvöl hjá KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert