Landsliðskonan fór á kostum

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Jon Forberg

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik, átti stórleik fyrir nýja liðið sitt Kristianstad þegar það vann stórsigur á Eskilstuna Guif, 36:25, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar á miðvikudagskvöld.

Jóhanna Margrét skoraði níu mörk fyrir Kristianstad og var markahæst allra í leiknum.

Liðsfélagi hennar Berta Rut Harðardóttir bætti við tveimur mörkum.

Leikurinn fór fram í Eskilstuna og stendur því Kristianstad einstaklega vel að vígi fyrir síðari leikinn á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert