Íslendingaliðið fer hægt af stað

Tumi Steinn Rúnarsson í leik með Val.
Tumi Steinn Rúnarsson í leik með Val. mbl.is/Unnur Karen

Íslendingalið Alpla Hard mátti sætta sig við tap, 29:26, þegar liðið mætti Handball Tirol í annarri umferð austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag.

Tumi Steinn Rúnarsson lék vel fyrir Alpla Hard og var næstmarkahæstur í liði sínu með sex mörk.

Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið sem er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert