Nordhorn vann risasigur á Konstanz, 38:26, í fyrsta leik Eyjamannsins Elmars Erlingssonar í næstefstu deild þýska handboltans í dag.
Elmar, sem er tvítugur, gekk í raðir Nordhorn frá ÍBV í vor en hann skoraði þrjú mörk í dag.
Eyjamaðurinn byrjar því tímabilið vel.