Tapaði á gamla heimavellinum

Díana Dögg Magnúsdóttir leikur nú með Blomberg-Lippe.
Díana Dögg Magnúsdóttir leikur nú með Blomberg-Lippe. mbl.is/Óttar Geirsson

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sótti ekki gull í greipar sinna gömlu félaga í Sachsen Zwickau þegar hún heimsótti þá með sínu nýja liði, Blomberg-Lippe, í efstu deild Þýskalands í dag.

Díana lék með Zwickau í fjögur ár og var fyrirliði liðsins, en færði sig yfir til Blomberg-Lippe í sumar og þangað kom einnig Andrea Jacobsen, samherji hennar úr landsliðinu.

Zwickau vann leikinn í dag 27:21, eftir að Blomberg-Lippe var yfir í hálfleik, 15:13. Gestirnir skoruðu aðeins sex mörk í síðari hálfleiknum.

Díana skoraði tvö mörk fyrir Blomberg-Lippe í leiknum og Andrea eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert