Danska stjarnan frá næstu mánuðina

Niklas Landin verður frá keppni á næstunni vegna meiðsla.
Niklas Landin verður frá keppni á næstunni vegna meiðsla. AFP/Thomas Coex

Danski handknattleiksmarkvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Aalborg, verður frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta vegna hnémeiðsla.

Landin verður að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. Félagið greindi frá á heimasíðu sinni í dag.

Markvörðurinn lék sinn síðasta leik fyrir danska landsliðið er það varð ólympíumeistari í París í síðasta mánuði en hann ætlar að taka eitt tímabil, að minnsta kosti, í viðbót fyrir félagslið sitt.

Landin samdi við Aalborg á síðasta ári eftir átta ára veru hjá þýska stórliðinu Kiel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert