Bjerringbro/Silkeborg hafði betur gegn Skanderborg, 29:26, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Guðmundur Bragi Ástþórsson átti flottan leik fyrir heimamenn og skoraði fjögur mörk. Kristján Örn Kristjánsson gerði slíkt hið sama fyrir Skanderborg.
Bæði lið eru með tvö stig, einn sigur og eitt tap, eftir tvær umferðir.
Ribe-Esbjerg mátti þola tap á heimavelli gegn Kolding, 33:27. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir heimamenn og Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í markinu. Liðið er án stiga.
Lærisveinar Arnór Atlasonar í Holstebro gerðu jafntefli við Mors á útivelli, 34:34. Holstebro er með þrjú stig.