Dinamo Búkarest frá Rúmeníu vann öruggan heimasigur á danska liðinu Fredericia, 37:28, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Var leikurinn liður í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Haukur Þrastarson, sem er á sínu fyrsta tímabili með Dinamo, skoraði sex mörk fyrir liðið og var markahæstur.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia en Arnór Viðarsson var ekki með. Guðmundur Guðmundsson þjálfar liðið.
Janus Daði Smárason vann sigur á sínu gamla liði Magdeburg er hann og liðsfélagar hans hjá Pick Szeged frá Ungverjalandi unnu þýska liðið á heimavelli, 31:29.
Selfyssingurinn skoraði tvö mörk fyrir Pick Szeged. Ómar Ingi Magnússon gerði fimm fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö.