HK niðurlægði Íslandsmeistarana

Ásbjörn Friðriksson sækir að HK-ingum í leik liðanna á síðustu …
Ásbjörn Friðriksson sækir að HK-ingum í leik liðanna á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

HK sigraði óvænt Íslandsmeistara FH, 36:32, í Kórnum í Kópavogi í fjörugum leik í 2. umferð í úrvalsdeild karla í handbolta.

HK-ingar byrjuðu leikinn vel og voru yfir fyrstu mínúturnar. Eftir um tíu mínútur tók FH yfir og HK byrjaði að elta, sérstaklega eftir að Aron Pálmarsson kom inn á.

FH komst mest fjórum mörkum yfir en HK minnka muninn í tvö mörk á lokasekúndu fyrri hálfleiks en það gerði fyrirliðinn Hjörtur Ingi Halldórsson beint úr miðju, í slána og inn. Staðan 14:16 í hálfleik og HK-ingar komu sjóðheitir inn í seinni eftir þetta glæsilega mark.

HK byrjaði virkilega vel í seinni hálfleik, jafnaði og komst yfir og Jovan Kukobat, sem var frábær í fyrri hálfleik hélt áfram að verja vel.

HK komst þremur mörkum yfir á tímapunkti, 21:19, og HK tók yfir leikinn. FH-ingar voru að elta, náðu að jafna en HK var með rosalegan meðbyr og FH var ekki með nein svör og leikurinn  fór36:32.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 0:3 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið
KA 26:34 Haukar opna
60. mín. Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark

Leiklýsing

HK 36:32 FH opna loka
60. mín. Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert