Mosfellingar unnu upphafsleikinn

Afturelding vann upphafsleikinn gegn varaliði Vals í kvöld.
Afturelding vann upphafsleikinn gegn varaliði Vals í kvöld. Eyþór Árnason

Afturelding hafði betur gegn varaliði Vals, 26:23, í upphafsleik 1. deildar kvenna í handbolta á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í kvöld.

Eftir jafna byrjun náði Afturelding, sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, forystunni seinni hluta fyrri hálfleiks og voru hálfleikstölur 11:8.

Valur náði að jafna í 19:19 um miðjan seinni hálfleik en Afturelding var sterkari á lokakaflanum.

Mörk Aftureldingar: Hulda Dagsdóttir 7, Anna Katrín Bjarkadóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Susan Ines Gamboa 2, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1.

Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 16.

Mörk Vals: Guðrún Hekla Traustadóttir 6, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 3, Sólveig Þórmundsdóttir 1.

Varin skot: Silja Arngrímsdóttir Müller 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert