Sannfærandi sigur Hauka í KA-heimilinu

Magnús Dagur Jónatansson úr KA á fleygiferð í kvöld. Birkir …
Magnús Dagur Jónatansson úr KA á fleygiferð í kvöld. Birkir Snær Steinsson eltir hann. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA og Haukar áttust við í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld í KA-heimilinu á Akureyri. Haukar unnu nokkuð sannfærandi, 34:26, og eru því með 4 stig á toppi deildarinnar en KA er án stiga.

Haukar voru miklu betri nánast allan fyrr hálfleikinn og þeir þurftu ekki langan tíma í sóknum sínum til að opna KA-vörnina. Þeir leiddu 7:4, 10:5 og 13:7 og markverðir KA vörðu ekki skot fyrr en eftir átján mínútur. Mestur varð munurinn sjö mörk í stöðunni 18:11. Þá breyttist takturinn í leiknum og KA nýtti fimm síðustu mínútur fyrri hálfleiks til að minnka muninn í tvö mörk. Hálfleiksstaðan var 18:16 og markverðir KA búnir að verja eitt skot hvor.

KA var í eltingaleik allan seinni hálfleikinn en snemma í honum komust Haukarnir fimm mörkum yfir. Þeir gerðu svo ekki sömu mistökin og undir lok fyrri hálfleiks og hleyptu KA-mönnum aldrei nálægt sér. Heimamenn fengu stöður í leiknum til að höggva nærri Haukunum en nýttu þær illa og því fór sem fór.

Skarphéðinn Ívar Einarsson fór á kostum í Haukaliðinu á sínum uppeldisslóðum. Hann raðaði inn mörkum í fyrri hálfleiknum ásamt Össuri Haraldssyni. Hann hélt svo bara uppteknum hætti í seinni hálfleiknum.

Einar Birgir Stefánsson var langdrýgstur hjá KA, jafnt í sókninni sem vörninni. Dagur Árni Heimisson studdi vel við Einar Birgi og skoraði mikið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 0:3 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið
HK 36:32 FH opna
60. mín. Garðar Ingi Sindrason (FH) skoraði mark

Leiklýsing

KA 26:34 Haukar opna loka
60. mín. Össur Haraldsson (Haukar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert