Eyjamenn knúðu fram sigur

Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur hjá ÍBV í kvöld.
Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur hjá ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnumenn fóru fýluferð til Vestmannaeyja er liðið tapaði 33:31 fyrir Eyjamönnum í fyrsta heimaleik þeirra í úrvalsdeild karla í handknattleik á tímabilinu.

Stjörnumenn leiddu framan af en Eyjamenn tóku völdin þegar leið á fyrri hálfleikinn og voru sterkari aðilinn eftir það.

Gestirnir úr Garðabænum fóru frábærlega af stað og léku við hvurn sinn fingur í upphafi leiks. Þeir leiddu 0:3, 3:7 og 4:8 áður en Eyjamenn rönkuðu við sér og jöfnuðu í 8:8.

Stjörnumenn virtust ætla að herða tökin á ný en Eyjamenn náðu góðum kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Jóel Bernburg hafði verið góður á línunni en gestirnir fundu línuna vel í upphafi leiks. Markvarsla liðanna var afleit í fyrri hálfleiknum en þó voru varamarkverðir liðanna límdir við bekkina. Sigtryggur Daði Rúnarsson lék vel í vörn og sókn og var markahæstur heimamanna með fjögur mörk ásamt fyrirliðanum Kára Kristjáni Kristjánssyni en saman þurftu þeir félagar einungis níu skot til að skora þessi átta mörk.

Stjörnumenn voru fljótir að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks sem reyndist mjög jafn. Jóel Bernburg lék vel á línunni og Daníel Karl Gunnarsson í horninu en hjá Eyjamönnum lék Andri Erlingsson virkilega vel í sóknarleiknum.

Eyjamenn voru með tveggja marka forskot fyrir lokakaflann í leiknum en þá tóku Stjörnumenn leikhlé og töpuðu boltanum fljótlega eftir það. Eyjamenn töpuðu boltanum sömuleiðis en sókn Stjörnumanna eftir það var engu betri og kláraði Nökkvi Snær Óðinsson leikinn með því að koma Eyjamönnum þremur mörkum yfir, 33:30.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 0:3 Víkingur R. opna
80. mín. Axel Óskar Andrésson (KR) fær gult spjald
Þór/KA 0:1 Valur opna
90. mín. Jasmín Erla Ingadóttir (Valur) skorar ekki úr víti Hún skýtur framhjá markinu.
Þróttur R. 1:4 Breiðablik opna
90. mín. Samantha Smith (Breiðablik) skorar 1:4Sam Smith með frábært mark eftir sendingu frá Margréti Leu.
Valur 31:34 Afturelding opna
60. mín. Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark Gegnumbrot og þetta er komið.
Selfoss 22:25 Grótta opna
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) skoraði mark

Leiklýsing

ÍBV 33:31 Stjarnan opna loka
60. mín. Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert