Grótta með sætan útisigur

Grótta hafði betur á Selfossi í kvöld.
Grótta hafði betur á Selfossi í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grótta vann frábæran sigur á Selfossi í uppgjöri nýliðanna í úrvalsdeild kvenna í handbolta. Lokatölur á Selfossi urðu 25:22, Gróttu í hag.

Gróttukonur eru þar með komnar með stig á töfluna en Selfoss hefur tapað fyrstu tveimur leikum sínum.

Stemningin var öll Gróttumegin í fyrri hálfleiknum þær spiluðu hörkuvörn og Selfyssingar voru hikandi. Munurinn varð þó aldrei mikill því bæði lið voru dugleg við að tapa boltum, Selfoss var með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og Grótta níu. Staðan var 12:10, Gróttu í hag, í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiks kom góður kafli hjá Selfyssingum sem skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 16:14. Þær vínrauðu náðu ekki að nýta þennan meðbyr og Grótta svaraði jafnharðan með fjórum mörkum án þess að Selfoss svaraði fyrir sig.

Grótta hélt áfram að spila fína vörn, þær lokuðu vel á Perlu Ruth Albertsdóttur sem hafði ekki úr neinu að moða í horninu og endalausar tilraunir Selfyssinga til þess að koma boltanum inn á línuna skiluðu engum árangri. Liðið var með 24 tapaða bolta í leiknum og erfitt að vinna leik með slíkri frammistöðu.

Maður leiksins í kvöld var Anna Karólína Ingadóttir, markvörður Gróttu, sem varði 13/1 skot og tók meðal annars tvö hraðaupphlaup á lokakaflanum, þar sem Selfyssingar hefðu getað skotið sér inn í leikinn.

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk og Cornelia Hermansson stóð sig vel á milli stanganna með 10 skot varin. Hjá Gróttu voru Karlotta Óskarsdóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir markahæstar með 6 mörk.

Mbl.is var á Selfossi og má sjá allt það helsta úr leiknum í textalýsingu hér að neðan.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 0:3 Víkingur R. opna
80. mín. Axel Óskar Andrésson (KR) fær gult spjald
Þór/KA 0:1 Valur opna
90. mín. Jasmín Erla Ingadóttir (Valur) skorar ekki úr víti Hún skýtur framhjá markinu.
Þróttur R. 1:4 Breiðablik opna
90. mín. Samantha Smith (Breiðablik) skorar 1:4Sam Smith með frábært mark eftir sendingu frá Margréti Leu.
Valur 31:34 Afturelding opna
60. mín. Blær Hinriksson (Afturelding) skoraði mark Gegnumbrot og þetta er komið.
ÍBV 33:31 Stjarnan opna
60. mín. Nökkvi Snær Óðinsson (ÍBV) skoraði mark

Leiklýsing

Selfoss 22:25 Grótta opna loka
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert