Fram vann Hauka í miklum spennuleik

Alfa Brá Hagalín sækir að vörn Hauka í dag.
Alfa Brá Hagalín sækir að vörn Hauka í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í úrvalsdeild kvenna í handbolta en Framliðið lagði Hauka, 27:26, í miklum spennuleik á heimavelli sínum í Úlfarsárdal í dag.

Staðan í hálfleik var 14:14 og var leikurinn jafn og spennandi allan tímann.

Kristrún Steinþórsdóttir kom Fram í 27:24 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Haukar neituðu að gefast upp og hefðu getað jafnað í lokin, en Framarar sluppu með skrekkinn.

Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 9, Alfa Brá Hagalín 6, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.

Varin skot: Darija Zecevic 11, Andrea Gunnlaugsdóttir 3.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Alexandra Líf Arnarsdóttir 5, Rut Jónsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert