Naumur sigur Stjörnukvenna

Eva Björk Davíðsdóttir var öflug í liði Stjörnunnar í dag.
Eva Björk Davíðsdóttir var öflug í liði Stjörnunnar í dag. Eggert Jóhannesson

Stjarnan tók á móti ÍR í annarri umferð efstu deildar kvenna í handbolta í dag og lauk leiknum með naumum sigri heimakvenna, 20:19.

Leikurinn var í járnum allan tímann en gestirnir úr Breiðholtinu voru þó með frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum, 12:10, eftir 25 mínútna leik.

Stjörnukonur enduðu fyrri hálfleikinn betur og náðu að jafna í 12:12 sem var staðan þegar flautað var til hálfleiks.

Stjarnan komst í 16:13 á 43. mínútu með marki frá Önnu Karen Hansdóttur og virtist sem svo að heimakonur ætluðu að sigla framúr gestunum.

ÍR-konur gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að jafna metinn í 17:17 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Sigurmarkið kom hinsvegar þegar fjórar sekúndur lifðu leiks en þar var að verki Eva Björk Davíðsdóttir þegar hún skoraði sitt níunda mark fyrir Stjörnukonur og tryggði hún þeim eins marks sigur, 19:18.

Eva Björk var markahæst allra á vellinum með níu mörk en hjá ÍR var Karen Tinna Demian atkvæðamest með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert