Eiginkona Þóris tjáir sig

Þórir Hergeirsson hættir með Noreg í lok árs.
Þórir Hergeirsson hættir með Noreg í lok árs. Kristinn Magnússon

Kirsten Gaard eiginkona Þóris Hergeirssonar ræddi stuttlega við VG í Noregi um ákvörðun Selfyssingsins um að hætta þjálfun norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í lok árs.

Þórir er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, með tíu gullverðlaun á stórmótum, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. Hann tók við sem aðalþjálfari norska liðsins árið 2009 eftir átta ár sem aðstoðarþjálfari.

„Ég gaf honum grænt ljós á að halda áfram en það var algjörlega hans ákvörðun að hætta í lok árs. Ég er samt spennt að fá meiri tíma með honum,“ sagði hún m.a.

Saman eiga þau þrjú börn, þar á meðal Maríu Þórisdóttur, knattspyrnukonu hjá Brighton á Englandi og norska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert