Óli orðaður við Magdeburg

Óli Mittún er eftirsóttur af stórliðum.
Óli Mittún er eftirsóttur af stórliðum. Ljósmynd/EHF

Óli Mittún, landsliðsmaður Færeyja og einn efnilegasti handboltamaður Evrópu um þessar mundir er sterklega orðaður við þýsku meistarana í Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með félaginu.

Óli er einungis nítján ára gamall en er lykilmaður í færeyska landsliðinu og sænska meistaraliðinu Sävehof. Þýskir fjölmiðlar segja Færeyinginn passa vel inn í leikstíl Magdeburg en hann spilar að öllu jöfnu sem vinstri skytta.

Ungverska stórliðið Pick Szeged er einnig talið hafa áhuga á Óla.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með …
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með Magdeburg. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert