Annar sigur Framara í röð

Reynir Þór Stefánsson var markahæstur hjá Fram.
Reynir Þór Stefánsson var markahæstur hjá Fram. Eggert Jóhannesson

Fram vann sinn annan sigur í röð í úrvalsdeild karla í handbolta er liðið sótti tvö stig á Seltjarnarnesið með sigri á Gróttu, 35:31, í kvöld.

Var leikurinn liður í þriðju umferð deildarinnar. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina.  

Mikið jafnræði var með liðunum nær allan fyrri hálfleikinn og munaði einu marki í hálfleik, þar sem Fram var með 16:15-forskot.

Framarar voru áfram með forskotið framan af í seinni hálfleik en þeim gekk illa að hrista Gróttu af sér. Munaði einu marki þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 23:22.

Framliðið var svo sterkara á lokakaflanum og sigldi fjögurra marka sigri í höfn.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 11, Sæþór Atlason 6, Ari Pétur Eiríksson 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Gunnar Dan Hlynsson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 19.

Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 9, Arnar Snær Magnússon 5, Ívar Logi Styrmisson 5, Rúnar Kárason 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Erlendur Guðmundsson 3, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Arnþór Sævarsson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Bjartur Már Guðmundsson 1.

Varin skot: Arnór Máni Daðason 12, Breki Hrafn Árnason 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert