Benedikt markahæstur í Meistaradeildinni

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur hjá Kolstad.
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur hjá Kolstad. Ljósmynd/Jon Forberg

Þýska liðið Magdeburg hafði betur gegn Noregsmeisturum Kolstad, 33:25, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Magdeburg er með tvö stig eftir tvo leiki en Kolstad er eina lið B-riðils sem er án stiga.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur.

Benedikt Gunnar Óskarsson, sem er að leika sitt fyrsta tímabil í Meistaradeildinni, var markahæstur hjá Kolstad með fimm mörk. Sigvaldi Björn Guðjónsson gerði þrjú en Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.

Þá hafði Barcelona betur gegn Pick Szeged með minnsta mun, 31:30. Janus Daði Smárason var ekki á meðal markaskorara Pick Szeged í leiknum. Barcelona er með fjögur stig eftir tvo leiki og Pick Szeged tvö í A-riðli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert