Hættur með sænska landsliðið

Glenn Solberg er hættur með sænska landsliðið.
Glenn Solberg er hættur með sænska landsliðið. AFP/Björn Larsson

Glenn Solberg hefur sagt starfi sínu sem þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik lausu.

Solberg tók við starfinu af Kristjáni Andréssyni í byrjun árs 2020 og náði frábærum árangri með sænska liðið.

Urðu Svíar Evrópumeistarar undir hans stjórn á EM 2022 og unnu til bronsverðlauna á EM 2024. Auk þess vann Svíþjóð til silfurverðlauna á HM 2021.

Solberg ákvað sjálfur að hætta og bar meðal annars við mikilli fjarveru frá fjölskyldu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert