Kallar eftir meiri stuðningi eftir barnsburð

Sandra Erlingsdóttir á HM.
Sandra Erlingsdóttir á HM. Ljósmynd/Jon Forberg

Sandra Erlingsdóttir, einn af fyrirliðum íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, stefnir á að snúa aftur á handboltavöllinn strax í byrjun októbermánaðar, tveimur og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, Martin Leo, þann 17. júlí með sambýlismanni sínum Daníel Þór Ingasyni, leikmanni Balingen í þýsku B-deildinni í handknattleik.

Allskonar stuðningur

Sandra er í fæðingarorlofi út septembermánuð og má því ekki spila með Metzingen fyrr en í byrjun októbermánaðar.

„Stuðningurinn innan félagsins hefur verið allskonar. Á meðan ég var ég ólétt fann ég fyrir miklum stuðningi frá félaginu en svo eftir að hann fæðist þá er mikið sem þarf að huga að. Þeir eru að ganga í gegnum þetta í fyrsta skiptið líka og eru svona að átta sig á því hvað fylgir því að vera með leikmann sem er með lítið barn á brjósti. Ég hef alveg fundið fyrir því hversu mikið eftir á handboltinn hérna í Þýskalandi er, þegar kemur að mæðrum í handbolta. Þegar ég byrjaði að æfa aftur settu sjúkraþjálfarar landsliðsins upp æfingaplan fyrir mig því þekkingin innan félagsins var ekki alveg til staðar.

Félagið hefur ekki sett neina pressu á mig að snúa aftur, pressan kemur bara frá mér sjálfri en ég stefni á að byrja spila strax í næsta mánuði. Það er hins vegar klárt mál að ég þarf aðstoð frá félaginu með Martin, sérstaklega þar sam Danni er sjálfur að spila og er mikið frá vegna þess, flækjustigið er því mikið. Ég hef farið fram á það við félagið að ég fái að taka hann með mér í alla útileiki. Það þarf að útvega barnfóstru fyrir hann í útileikjunum líka og þetta eru allt hlutir sem eru nýir af nálinni fyrir forráðamenn liðsins.“

Viðtalið við Söndru má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert