„Einhver leikþáttur hjá okkur“

Erlendur Guðmundsson sækir að marki Hauka í kvöld.
Erlendur Guðmundsson sækir að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum næstum búnir að kasta þessu frá okkur,“ sagði Erlendur Guðmundsson, leikmaður Fram, eftir 37:34-sigur liðsins gegn Haukum í úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

„Við vissum alltaf að þetta mundi vera mjög erfiður leikur, þeir eru með gott lið. Mér fannst við samt vera með þá fínt í fyrri en vorum að sofna á verðinum og leyfa þeim að skora einhver skíta mörk en svo náðum við þessu upp í seinni.

Vorum frábærir í sókn, Rúnar (Kárason), Reynir ( Þór Stefánsson) og Gauti (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson) eru ógeðslega góðir í handbolta og  Ívar (Logi Styrmisson) og Eiður ( Rafn Valsson) líka ólseigir, “ sagði Erlendur í viðtali við mbl.is eftir leikinn.

Leikurinn var frekar jafn í fyrrihálfleik, 16:16, en Framarar voru yfir allan seinni hálfleik.

Bjóstu við þessari frammistöðu frá Haukum í seinni hálfleik?

 „Nei, þeir hafa verið mjög flottir á þessu tímabili og er alltaf erfitt að mæta þeim. Það er erfitt að eiga við Þráinn (Orra Jónsson) á línunni og Hergeir (Grímsson), ég þoli ekki að spila á móti svona litlum snöggum leikmönnum.“ 

Framarar voru að stinga af undir lokinn og komust fimm mörkum yfir, 36:31, en Haukar minnkuðu muninn í tvö mörk á loka mínútunni þegar Framarar misstu þrjá leikmenn út af, þar á meðal Erlend en hann, Arnþór Sævarsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fengu allir tveggja mínútna brottvísun.

„Þetta er einhver leikþáttur hjá okkur, þetta gerðis líka á móti Gróttu. Ég hélt reyndar að það ætti ekki að stoppa tímann svona oft en ég get ekki útskýrt hvað gerðist hérna. Ívar svo bara ákvað að klára leikinn og það er alltaf frábært þegar einhver gerir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert