Ísland tapaði fyrir gestgjöfunum

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í dag.
Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola tap, 26:21, gegn Tékklandi í lokaleik sínum á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag.

Staðan í hálfleik var 14:8, en betri seinni hálfleikur nægði íslenska liðinu ekki.  

Ísland lék þrjá leiki á mótinu og vann einn, gegn tékkneska félagsliðinu Házena Kynzvart í gær, en tapaði á móti Póllandi og Tékklandi. Voru leikirnir liðir í undirbúningi fyrir EM í lok árs.

Upplýsingarnar um markaskorara hér fyrir neðan fengust á handbolti.is.

Mörk Íslands: Perla Ruth Albertsdóttir 7/5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Andrea Jacobsen 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.

Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert