Fram endurheimtir lykilmann

Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur í vikunni.
Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur í vikunni. Kristinn Magnússon

Tryggvi Garðar Jónsson gæti snúið aftur á handboltavöllinn í næsta leik Fram en skyttan stæðilega sleit hásin í febrúar.

Tryggvi er 22 ára gamall og gekk til liðs við Fram frá Val sumarið 2023 en hann meiddist illa í leik gegn Selfyssingum í febrúar síðastliðnum.

Tryggvi staðfestir í samtali við handbolti.is að hann hafi æft undanfarnar vikur með liðinu og gæti spilað í Mosfellsbæ þegar Fram heimsækir Aftureldingu á fimmtudagskvöld.

Fram er í öðru sæti úrvalsdeildar karla með þrjá sigra úr fyrstu fjórum leikjum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert